Trésnáðinn Atli litli, bráðum tíu ára
- atli45
- Dec 7, 2024
- 1 min read
Sæmdarhjónin Elín Guðmundsdóttir, fjármálastjóri og listmálari, og Hjörtur Árnason, framkvæmdastjóri og tréskurðarmaður, viku í útgáfuteitinu litlum poka með stórri gjöf að bókarhöfundi .
Þannig er að framan á bókarkápunni er mynd af útskorinni fígúru eftir Hjört við hliðina á titlinum Trélistalíf. Kemur á daginn að fígúruna gerði hann árið 2015 og gaf bókarhöfundi hana í tilefni dagsins. Afskaplega fallega gert og hlýlega hugsað.
Á merkimiða pokans er skráð að fígúran heiti Atli og sé níu ára.
Trésnáðinn nafni minn fær virðingarsess í stofunni okkar í Fossvogi.
Bestu þakkir og kveðjur!


Commentaires