Svarfdælasýsl forlag


Dramatísk ævisaga séra Helga Árnasonar, sóknarprests í Ólafsvík 1882-1908 og í Ólafsfirði 1908-1924. Presturinn sætti dæma-lausum ofsóknum af hálfu sýslu-mannsins í Stykkishólmi og þurfti á sama tíma að þola ítrekuð áföll í einkalífi. Hann missti fyrri eiginkonu sína og fimm börn af alls sex.
Svarfdælasýsl forlag gaf út 2023.


Saga þýsks flóttamanns og mynd-skera sem leitaði skjóls á Íslandi þegar nasistar óðu uppi í heimalandinu á millistríðsárunum og ofsóttu jafnaðar-manninn Beckmann og fjölskyldu hans.
Atli Rúnar var ritstjóri og umsjónar-maður útgáfunnar.
Útgefandi: Svarfdælasýsl forlag og Stofnun Wilhelms Beckmanns 2020.
Forsíða og baksíða kápu Trélistalífs, bókar um tréskurðarfólk og tréskurðarlist.
Verkefnið var í vinnslu sumarið og haustið 2024 og bókin gefin út á jólaföstunni sama ár.
Áhugi fyrir því að skrá eitthvað um tréskurð samtímans kviknaði í framhaldi af vinnu við bók um myndskerann Wilhelm Beckmann.
Svarfdælasýsl forlag gaf út 2024.

Það er og verður aðeins einn Fiski-dagurinn mikli á Íslandi og sá var á Dalvík frá 2001 til 2020. Íslendingum var boðið í hús á Dalvík í súpu, síðan í matarveislu á hafnarsvæðinu daginn eftir, með sjávarfang í öndvegi, og loks á útitónleika þar sem öllu var tjaldað til. Ókeypis veisla!
Svarfdælasýsl forlag gaf út 2020.

Sjómannafélag Ólafsfjarðar átti fertugsafmæli og ákvað að fagna tímamótunum með því að láta skrá sögu sína. Sjómenn í Ólafsfirði voru áður í Sjómannafélagi Eyja-fjarðar en ákváðu gerast fullvalda um hagsmuni sína og stofna eigið félag sem rekið er af miklum dugnaði og áhuga í þágu félags-manna sinna og byggðarlagsins alls.
Svarfdælasýsl forlag gaf út 2023.

Hornið er fyrsta pizzerían á Íslandi og hefur verið rekið á sömu kennitölunni frá upphafi, sumarið 1979! Sama fjölskyldan hefur átt Hornið allan tímann með sæmdar-hjónin Jakob H. Magnússon og Valgerði Jóhannsdóttur í stafni. Ástríða, fagmennska, dugnaður og lífsgleði eru aðalsmerki í starf-seminni – augljós skýring á því að þúsundir viðskiptavina eru bestu vinir Hornsins í raun og koma aftur, aftur og enn aftur.
Svarfdælasýsl forlag gaf út 2021.

Bók um merkasta samgöngu-mannvirki Íslandssögunnar og kom út í tveimur áföngum, fyrst sem pappírskilja 2008 og síðan innbundin 2019 þar sem sagan öll var sögð frá 1987 til 2019 þegar einkafélagið Spölur afhenti Vega-gerðinni mannvirkið skuldlaust. Færeyingar eru jarðgangaóðir og keyptu bókina svo tugum eintaka skiptir.
Svarfdælasýsl forlag gaf út 2019.

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum er meðal öflugustu sjávarútvegs-fyrirtækja landsins og hefur lifað timana tvenna. Sagan var skrifuð í tilefni sjötugsafmælis VSV 2016 og rakið margt sem á dagana hafði drifið. Meira að segja komu lands-þekktir rokktónlistarmenn við sögu sem starfsmenn VSV um hríð: Bubbi Morthens gúanórokkari og söng-konan Shady Owens.
Vinnslustöðin gaf út 2016.

Saga umsvifamikils þekkingarfyrirtækis sem varð til 2008 við samruna þriggja verkfræðistofa: Hönnunar, Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjkáns – VGK og Rafhönnunar. Brugðið er upp myndum af fólki, verkefnum og framkvæmdum í hálfa öld.
Fyrirtækjasaga en um leið þáttur í sögu atvinnulífs, athafna og mannlífs á mesta framfaraskeiði Íslandssögunnar.
Mannvit tilheyrir núna alþjóðlegu þekkingar-fyrirtæki, COWI.
Mannvit gaf út 2013.

Kárahjúkavirkjun er ein umfangsmesta framkvæmd Íslandssögunnar og umdeild eftir því. Hér er brugðið upp svipmyndum frá ýmsum sjónarhornum, líka af sjónarhóli andstæðinga verk-efnisins!
Atli Rúnar var frá upphafi ritstjóri vefsins karahnjukar.is og þekkti því vel til framkvæmdanna og til gangs mála yfir-leitt.
Landsvirkjun gaf út 2009.
Meðhöfundur og/eða umsjónarmaður útgáfu

Fyrsta útgáfubók Svarfdælasýsls forlags. Bræðralagið besta! Höfundur meginefnis: Óskar Þór Halldórsson. Starfsmaður á plani og höfundur nokkurra bókarkafla: Atli Rúnar.Fjallað um kvikmyndina Land og syni, sem tekin var upp í Svarfaðar-dal 1979, um Húsabakkaskóla sáluga og um Göngustaðaættina svarfdælsku.
Svarfdælasýsl forlag gaf út 2017.

Ævisaga Jóhannesar Guðmunds-sonar (1892-1971), kennara, vegaverkstjóra og félagsmála-frömuðar á Húsavík. Einnig niðjatal hjónanna Jóhannesar og Sigríðar Sigurjónsdóttur. Sonur þeirra, Ásgeir G. Jóhannesson fól Svarfdælasýsli forlagi að gefa bókina út 2022. Atli Rúnar vann í handriti Jóhannesar, bjó það til prentunar og hafði umsjón með útgáfunni.

Sjávarútvegur á Dalvík fyrr og síðar. Yfirgripsmikil, aðgengileg og afar áhugaverð umfjöllun. Jóhann Antonsson, viðskiptafræðingur á Dalvík, skráði. Atli Rúnar bjó handritið til prentunar og stjórnaði prentvinnslu og útgáfu.
Svarfdælasýsl forlag gaf út 2021.


Saga Péturs Péturssonar alþingis-manns Alþýðuflokksins á öldinni sem leið og athafnamanns. Sonur hans, Magnús Pétursson, fyrr-verandi ráðuneytisstjóri, forstjóri Landspítala og ríkissáttasemjari, skráði. Atli Rúnar bjó handritið til prentunar og stjórnaði prent-vinnslu og útgáfu.
Svarfdælasýsl forlag gaf út 2020.
Frumkvöðullinn og höfðinginn á Hofi í Vatnsdal lítur yfir farinn veg á viðburðaríkri ævi. Samferða-menn leggja orð i belg. Jón Torfason hóf verkið við skrán-inguna, Atli Rúnar lauk því, bjó handritið til prentunar og hafði umsjón með prentvinnslunni.
Bókaútgáfan Hofi gaf út 2010.