Litið í spegil

Atli Rúnar við „hornborðið sitt“ á veitingastaðnum Horninu í Reykjavík. Þar hefur hann verið fastagestur frá 1985 og skráði sögu staðarins: bókina Hittumst á Horninu.
Atli Rúnar Halldórsson hefur stundað upplýsingamiðlun af einhverju tagi allan sinn starfsferil. Hann lauk prófi frá fagskóla í blaðamennsku í Osló og var blaða- og fréttamaður á Alþýðublaðinu, Dagblaðinu og Ríkisútvarpinu frá 1976 til 1995.
Hann var einn af eigendum Athygli ehf. og ráðgjafi þar frá 1995 til 2016 og eftir það sjálfstætt starfandi fjölmiðlasýslari, rithöfundur og bókaútgefandi á vegum Svarfdælasýsls forlags sem hann á og rekur ásamt systkinum sínum frá Jarðbrú í Svarfaðardal.
Atli Rúnar hefur skrifað bækur um sögu framkvæmda, félaga og fyrirtækja, meðal annars Hvalfjarðarganga, Kárahnjúkavirkjunar, Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, Fiskidagsins mikla á Dalvík, veitingastaðarins Hornsins í Reykjavík, Sjómannafélags Ólafsfjarðar, verkfræðistofunnar Mannvits (nú COWI).
Ennfremur skrifaði hann ævisögu séra Helga Árnasonar, prests í Ólafsvík og Ólafsfirði, og ritstýrði ævisögu Wilhelms Beckmanns, þýsks flóttamanns og myndskurðarmeistara.
Nýjasta bókin, Trélistalíf, fjallar um tréskurðarlist, tréskurðarfólk og myndskera á Íslandi, lífs og liðna. Skrifuð og útgefin 2024.